Aðalsíða

Velkomin/n

Hugmyndin með þessari heimasíðu er að bjóða gestum að feta sig í gegnum hana skref fyrir skref í leit að fróðleik og þjónustu.  Áhersla verður lögð á að tengja umfjöllun við áreiðanlegar heimildir.

Hér mun ég miðla af þekkingu minni og reynslu upplýsingum um sálfræðileg efni eins og streitu, kvíða, þunglyndi, slaka sjálfsmynd, samskipti og svefnvandamál svo eitthvað sé nefnt.  Einhver umfjöllun verður einning um helstu úrræði/meðferðir og bjargráð sem þekkt eru í dag, eins og til dæmis atferlismeðferð, hugræna atferlismeðferð, samkenndarmeðferð ofl.

Einnig mun ég fjalla hér um, árvekni/mindfulness, hvað það er, uppruna þess og ýmislegt sem tengist því að iðka og lifa með vaknadi huga.  Markmiðið er að deila með lesendum nýjustu rannsóknum á áhrifum eða gagnsemi árvekniiðkunar ýmist einnar og sér eða sem hluta af inngripi í einstaklings og hópmeðferðum.

Til að auðvelda þér notkun þessarar síðu þá vil ég benda á flipana undir veggmyndinni eða að velja flokk á hægri spássíu til að finna efni í þeim málaflokki sem þú hefur áhuga á.

Ef þig langar til að fylgjast með nýjum póstum á síðunni þá er hægt að gerast áskrifandi algjörlega þér að kostnaðarlausu og er hér ofarlega til hægri gluggi þar sem þú getur sett inn netfangið þitt og ýtt á já takk hnappinn.  Þú munt síðan fá póst þar sem þú velur “follow” og munt þá koma inn á síðu hjá WordPress þar sem skreffyrirskref.is er í glugganum.  Síðan muntu fá annann póst sem segir að þér hafi tekist að virkja áskriftina.  Ef þú þarft aðstoð þá er bara að senda línu á palina@skreffyrirskref.is

Einnig er hægt að fylgjast með á facebook síðunni   en til þess að nýjar færslur birtist í fréttaveitunni hjá þér þá er nauðsynlegt að gera LIKE og fara síðan í stillingar og setja síðuna í INTERESTS LISTS

Þeir sem einungis hafa áhuga á nýjum færslum sem tengjast árvekni/mindfulness geta valið facebook síðuna árvekni/mindfulness:minnkaðu streitu með vakandi huga sjá einnig hér á hægri spássíu annars vegar áðurnefnda síðu sem Bryndís Hulda og Pálína Erna sálfræðingur sjá um og hins vegar Starfið og streitan: streitustjórnun með núvitund sem Ólafur Kári Júlíusson MS vinnusálfræði og Pálína Erna sálfræðingur sjá um

Í upphafi er lítið efni á síðunni en það mun aukast skref fyrir skref.

Share