Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur, höfundur síðunnar

Ég heiti Pálína Erna Ásgeirsdóttir.  Ég lauk meistaraprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.  Árið 2015, 2014, 2013 og 2011 fór ég til Bandaríkjanna á kennaraþjálfunarnámskeið fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum í MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) “Teacher Intensive Development” ,  “Mindfulness Based Stress Reduction in Mind Body Medicine” og “Practicum in Mindfulness“. Námskeiðin voru haldin í OMEGA, New York fylki  og í miðstöð Jon Kabat-Zinn og félaga í  University of Massachusets Medical School og kennd af Jon Kabat-Zinn og félögum.  Auk þess hef ég lokið praktísku námi í Hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun Háskóla Íslands, ásamt fleiri styttri námskeiðum.

Ég hef stundað hugleiðslur og slökun ásamt því að leiðbeina öðrum um áratugaskeið.  Áhugi minn á núvitund/Mindfulness vaknaði fyrir alvöru þegar ég var í lífeðlislegri sálfræði í Háskóla Íslands árið 2006 en verkefnavinna leiddi mig á braut Jon Kabat-Zinn og námskeiðs hans “Að minnka streitu með vakandi huga” (MBSR, Mindfulness Based Stress Reduction).  Ég tek reglulega þátt í iðkun sem er kölluð að draga sig í hlé og iðka í þögn (silent retreat) eða hlédrag eins og það er stundum kallað.

Ég hef starfað á geðsviði Landspítalans síðan vorið 2008 fyrst sem ráðgjafi/stuðningsfulltrúi á móttöku fíknimeðferðar og síðan sem sálfræðingur á Teigi.  Starf mitt var aðallega fólgið í einstaklingsviðtölum við skjólstæðinga með tvígreiningar og hópmeðferð, HAM; Hugræn atferlismeðferð en einnig fræðslur.   Ég kenndi líka bakslagsvarnir með núvitund MBRP með samstarfsfólki mínu á fíknigeðdeild.  Ég starfa nú sjálfstætt á sálfræðistofu minni í Núvitundarsetrinu Lágmúla 5 á 4 hæð, 108 Reykjavík.    Á stofunni tek ég á móti einstaklingum, pörum og litlum hópum og er ég aðallega að vinna með krísur í einkalífi eða starfi, streitu, kvíða og þunglyndi en einnig samskiptavanda.  Þar að auki býð ég upp á sérsniðin námskeið fyrir einstaklinga eða litla hópa í árvekni/mindfulness.  Bókanir í síma 862-3661 eða palina@skreffyrirskref.is, palina@nuvitundarsetrid.is

 

Share
This entry was posted in Starfsmenn. Bookmark the permalink.

One Response to Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur, höfundur síðunnar

  1. Pingback: Lýsing á 8 vikna MBSR árvekni/mindfulness námskeiðinu: Að minnka streitu með vakandi huga | Skref fyrir skref

Leave a Reply

Your email address will not be published.