Hugræn atferlismeðferð, HAM

Hugræn atferlismeðferð eða HAM felst í því að kenna einstaklingnum að átta sig á tengslum milli aðstæðna, hegðunar, tilfinninga og hugsunar.  Þetta er virk markmiðsstýrð meðferð.  Hún er byggð á kenningarlegum grunni að tilfinningar og hegðun ákvarðist af hugsun.  Lögð er áhersla á vandann, hvað kemur á undan honum og hvaða afleiðingar hann hefur fyrir einstaklinginn þ.e.a.s. hvað viðheldur vandanum.

Meðferðin skiptist í nokkra þætti.  Einstaklingurinn fær fræðslu um HAM ásamt fræðslu um vandann t.d. ef kvíði er vandinn þá er fræðslan um einkenni kvíða, hvað er líklegt til að viðhalda honum og hvar og hvernig mögulegt er að grípa inn í.  Það sama á við um aðrar tegundir vanda eins og svefnvanda, þunglyndi, ýmsar tegundir kvíða, streitu, samskiptavanda o.fl.  fræðslan er sniðin að þeim sértæka vanda sem viðkomandi er að glíma við.  Einstaklingurinn lærir að skoða hugsanir, tilfinningar og hegðun sem koma fram í ákveðnum aðstæðum.  Honum er kennt að gera hugsanaskrá og að vinna með hana.

Nolen-Hoeksema, S. (2007). Abnormal psychology (4. útgáfa). New York: McGraw Hill

Share
This entry was posted in Einkatímar og námskeið, Einstaklingsþjónusta meðferð/námskeið, Meðferð and tagged , , , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

One Response to Hugræn atferlismeðferð, HAM

  1. Pingback: Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur hefur opnað stofu að Klapparstíg 25-27 í Reykjavík | Skref fyrir skref

Leave a Reply

Your email address will not be published.