Ég var að lesa áhugaverða bloggfærslu eftir Maríu K Jónsdóttur taugasálfræðing. Þar kemur meðal annars fram að drekarnir (hægri og vinstri) í heilanum væru stærri í þeim sem stunda hugleiðslu heldur en í samanburðarhópnum sem ekki hugleiddi. Drekinn (hippocampus) tengist námi og minni.
María bendir einnig á að í nýlegri rannsókn hafi komið fram breytingar í heila eftir aðeins 11 klukkustunda hugleiðsluþjálfun. Samanburðarhópurinn í þeirri rannsókn stundaði slökun en sambærilegar breytingar á heilanum komu ekki fram hjá honum.