Hvað er árvekni (mindfulness)

Árvekni (Mindfulness) er iðkun hins vakandi hugar.  Einstaklingurinn er meðvitaður um það sem er að gerast á meðan það er að gerast án þess að dæma það.  Þetta á við um hugsanir, tilfinningar, skynjun á líkamsástandi og hegðun.  Á Íslandi hafa hugtök eins og vakandi hugur, vakandi athygli, árvekni, gjörhygli eða núvitund verið notuð í stað enska hugtaksins mindfulness.

Búddistar hafa iðkað hugleiðslu hins vakandi hugar um langt skeið.  Á síðustu áratugum hefur árvekni verið notuð með meðferðarúrræðum. Jon Kabat Zinn, Marsha Linehan, Steven Hays og Segal, William og Teasdale eru dæmi um það. Námskeið Jon Kabat-Zinn Mindfulness Based Stress Reduction  (MBSR) var upphafið að innleiðingu árvekni  sem leið til að auka lífsgæði með því að minnka streitu.  Segal, William og Teasdale komu með  Mindfulness Based Cognitive Therapy    til meðferðar við þunglyndi en sú meðferð er byggð á MBSR.  Síðan má nefna Acceptans and Commitment therapy ACT Seven Hayes og Díalectísk atferlismeðferð DBT, Marsha Linehan en meðferðin var upphaflega hugsuð fyrir einstaklinga með jaðarpersónuleikaröskun (borderline personality disorder).

Í upphafi iðkunarinnar velur þú að hafa athygli þína við eitthvað eitt, til dæmis öndunina.  Þú þjálfast í iðkun þinni og yfirvegun og stöðugleiki byrja að aukast hjá þér.  Þá getur þú sem áhorfandi tekið eftir hugsunum, tilfinningum og líkamsskynjunum þínum á sama tíma og þú hefur valið að hafa athygli þína við eitthvað ákveðið.

Að hugsa er eðli hugans.  Með vakandi huga tekur þú eftir og skoðar þær hugsanir sem fara í gegnum huga þinn án þess að dæma þær.  Þú reynir ekki að ýta þeim frá, bæla þær, láta sem þú takir ekki eftir þeim, kryfja þær eða reyna að breyta þeim.  Þær koma, þú tekur eftir þeim með vakanda huga þínum og beinir athygli þinni mjúklega aftur að því sem þú varst að einbeita þér að.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Meðferð, Pistlar um árvekni, Streita, Þunglyndi. Bookmark the permalink.