Lýsing á 8 vikna MBSR árvekni/mindfulness námskeiðinu: Að minnka streitu með vakandi huga

Námskeiðið samanstendur af vikulegum æfingum, fræðslu og heimavinnu.  Kjarni námskeiðsins eru árveknihugleiðslur (mindfulness meditations), fræðsla um hugleiðslurnar, streitu, streituvalda og áhrif þeirra á andlega og líkamlega heilsu.

Árveknihugleiðslur snúast um að beina athyglinni á sérstakan hátt, að lifa augnablikið með vakandi huga  á meðan það á sér stað án þess að dæma það sem er að gerast eða eins og Jon Kabat-Zinn segir  “paying attention in a particular way: on purpose, in the present moment, and nonjudgmentally”

Þátttakendur mæta einu sinni í viku í um það bil tvær klukkustundir.  Einnig mæta þátttakendur einn heilan dag (10-17) og fá þannig tækifæri til að æfa það sem þeir hafa lært.  Þátttakendur eru að mestu þöglir á þessum degi og æfa með vakandi huga sjálfskærleika (self compassion) og sjálfsumhyggju (self care) ásamt öllu öðru sem þeir hafa lært á námskeiðinu.

Þátttakendur eru hvattir til að vera virkir í að æfa sig heima, í vinnunni eða hvar sem er á milli þess sem hópurinn hittist vikulega.  Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að heimaiðkun sem er 20 mínútur að meðallagi getur skilað árangri, en gott er að reikna með 45 til 60 mínútum á dag í heimavinnu/æfingar. 

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hugleiðsluiðkunar á 8 vikna MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) námskeiðum.  Ágæt nýleg samantekt á niðurstöðum þeirra má lesa hér.

Kennari er Pálína Erna sálfræðingur og aðstoðarmanneskja er Bryndís Hulda.  Námsefni í rituðu máli og handleiðsla á hljóðfælum; hugleiðslur (stuttar og lengri), líkamsskönnun (body scan) og einfaldar yogaæfingar er mjög aðgengilegt fyrir þátttakendur. Þeir þátttakendur sem mæta á heila daginn og eru ekki fjarverandi í fleiri en þrjú skipti fá staðfestingarskjal í lok námskeiðis.  Verð 43 þúsund (ath ýmis stéttarfélög veita námskeiðastyrki)

Næsta námskeið byrjar mánudaginn 14. október 2013 og lýkur 2. desember.  Það verður vikulega á milli 17:00 og 19:00, þar að auki laugardaginn 23. nóvember frá 10 -17.

Námskeiðið er fyrir þátttakendur 18 ára og eldri.  Skráning og frekari upplýsingar með að senda póst á palina@skreffyrirskref.is

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.

One Response to Lýsing á 8 vikna MBSR árvekni/mindfulness námskeiðinu: Að minnka streitu með vakandi huga

  1. Pingback: Árvekni – núvitund -Mindfulness haustnámskeiðið hefst 16. september | Skref fyrir skref

Comments are closed.