Elisabeth Blackburn fjallar um litninga, stofnfrumur, krabbamein og streitu

Elisabeth Blackburn fékk Nóbelinn ásamt kollegum sínum fyrir rannsóknir á litningaendum (telomeres).  Hún heimsótti okkur íslendinga árið 2011 og hélt fyrirlestur um áhrif m.a. áfalla og krónískrar streitu á litningaenda.  Elisabeth nefndi til dæmis fólk sem sér um langveika aðstandendur sína eins og þá sem eru alzheimer sem áhættuhóp fólks sem er undir miklu langavarandi álagi.

Afleiðingar áfalla og streitu geta kostað sitt.  Hér fjallar Elisabeth Blackburn, þessi frábæra kona um litningaendana.  Jon Kabat-Zinn nefnir hana sem mindfulness kennara í youtube fyrirlestri um MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) fyrir starfsfólk Google tec.  Ég hvet þá sem hafa áhuga á hugsanlegum líffræðilegum afleiðingum áfalla og streitu að hlusta á hana.  Hluti 2 og hluti 3 . Að lokum, hvers vegna ætti okkur að vera annt um litningaendana okkar.   Þessi kynning Elizabeth er mjög lík ef ekki sú sama og hún flutti hér á Íslandi.  Streita sérlega krónísk streita er ekki góður lífsförunautur.

Share
This entry was posted in Streita. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.