Hvers vegna er iðkun í árvekni svo mikilvæg?

Heilinn okkar er að mótast og breytast eða festast í sessi eftir því hvernig við notum hann.  Þegar við veljum að læra eitthvað nýtt þá þurfum við að endurtaka það jafnvel oft til þess að það verði hluti af vanabundnum viðbrögðum okkar.  Að lifa í árvekni (mindfulness) getur aukið vellíðan okkar, dregið úr streitu, aukið einbeitingarhæfni og margt fleira.  En þó að þú lesir tugi bóka um árvekni og öðlist skilning á út á hvað hún gengur og hvers vegna hún getur auðgað líf þitt þá mun hún ekki gera það nema að þú veljir að iðka árvekni í daglegu lífi þínu.

Einungis iðkun hennar getur breytt virkni heilans, án iðkunar munt þú að öllu eða langmestu leyti halda áfram að bregðast við lífi þínu af þeim vana sem þú hefur mótað á unanförnum árum eða áratugum.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.