Nokkur atriði um mikilvægi kærleika og árvekni í styrkingu sjálfsmyndar

Kristina Neff PhD fjallar um sterka sjálfsmynd og kærleika á TEDx  The space between self-esteem and self compssion: Kristi Neff at TEDx

Í nútímasamfélagi eins og við þekkjum það á Íslandi er megináhersla lögð á samanburð og samkeppni.  Börn læra það strax í grunnskólanum.  Samkeppnin fylgir okkur svo áfram langan veg.  Að vera undir meðallagi á hvaða sviði sem er styrkir ekki sjálfsmyndina!  Þeir sem upplifa sig undir eða jafnvel í meðallagi á mörgum sviðum lífs síns eru því stöðugt með vindinn í fangið eða missa jafnvel alveg áhugann á að ná árangri.

Samvinna, samhugur og áherslan á það hvað er líkt með okkur frekar en hvað aðgreinir okkur er ekki eins áberandi en myndi mjög líklega skila okkur fleiri einstaklingum með góða sjálfsmynd, einstaklingum sem horfa fram á veginn og vilja, þora og geta tekist á við áskoranir lífsins.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni, Sjálfsmynd. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.