Rannsóknir sýna að iðkun MBSR hefur jákvæð áhrif á streitu og ýmis konar annað andlegt álag og raskanir

Í yfirlitsgrein frá árinu 2012 þar sem niðurstöður úr 31 rannsókn með samtals tæplega tvö þúsund þátttakendum kom fram að iðkun MBSR dregur úr einkennum srteitu og annarra andlegra raskana.  Þetta var breiður hópur þátttakenda bæði heilbrigðra einstaklinga en einnig einstaklinga með væg til meðalalvarleg sálfræðileg vandamál en einstklingar með líkamlegan vanda.  Stöðugt bætast fleiri rannsóknir við sem styðja jálkvæðar niðurstöður á iðkun MBSR fyrir breiðan hóp notanda.

Minna hefur þó verið af rannsóknum á eftirfylgni eða hvort að sá árangur sem næst haldist þegar til lengri tíma er litið.  Það kom þó fram að þegar eftirfylgni var mæld þá var árangur áberandi meiri hjá þeim sem áttu kost á að mæta í upprifjunar eða iðkunartíma “boost sessions” heldur en hjá þeim sem ekki áttu kost á því.

Iðkun skiptir því mikilu máli ef áhugi er á að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni, Streita and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.