Á álagstímum getur vinnsluminni minnkað, lundarfar orðið sveiflukenndara og einbeitingarskortur gert vart við sig

Á heimasíðu Stanford Medicine kemur fram að enn fjölgi rannsóknum sem styðja það sem áður hefur komið fram að iðkun árvekni (Mindfulness) geti bætt einbeitingu og heilsu.  Vinnsluminni minnkar þegar fólk er undir miklu álagi.

Sjóliðar sem tóku þátt í rannsókn þar sem 8 vikna árvekni iðkun í lágmark 12 mínútur á dag var inngrip héldu óbreyttu vinnsluminni, voru jafnari í lundarfari og áttu auðveldar með að einbeita sér heldur en hinir sem ekki voru í 8 vikna árvekniþjálfun.  Vinnsluminni þeirra var minna í lok tímabilsins, einbeiting lakari og sveiflur í lundarfari meiri.  Einnig kom í ljós  að því lengur sem þeir æfðu sig á hverjum degi þeim mun betri var árangur þeirra.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni, Streita. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.