Að iðka MBSR í heilan dag með vakandi huga

Allir sem hafa lokið (þ.e. uppfyllt kröfur um lágmarksþátttöku) 8 vikna MBSR námskeiðinu “Að minnka streitu með vakandi huga” eiga kost á að taka þátt í heilum iðkunardegi á meðan pláss leyfir.  Lágmarksþátttaka á námskeiðinu er um það bil 80%.

Námskeiðið er samtals 31,5 klukkustund, lágmarksmæting er því heili dagurinn og 6 af 8 skiptum vikulegra mætinga.  Þeir einir sem skila þessari mætingu fá saðfestingarskjal um að hafa lokið 8 vikna MBSR námskeiði.

Þeir þátttakendur sem ekki ná áðurnefndri mætingarskildu eiga kost á að taka þátt í einhverjum af næstu námskeiðum gegn vægara gjaldi.

Ákveðinn fjöldi plássa verður frátekinn fyrir virkustu iðkendur MBSR.  Skrá er haldin yfir þá sem mæta af eldri nemum námskeiðsins og hafa þeir sem mæta oftast forgang um þau sæti.  Á þennan hátt viljum við styrkja þá sem virkastir eru og auðvelda þeim að nýta tækifæri til iðkunar en slík tækifæri eru ekki mörg enn sem komið er.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.