Árvekni / mindfulness kemur sterkar inn hjá starfandi fólki sem vill ná árangri

Árvekni iðkun dregur ekki bara úr streitu heldur getur hún aukið sköpunarkraft, einbeitingu, bætt minni o.fl.  Eins og nýlega kom fram í Los Angeles Times þá hafa rannsóknir leitt í ljós áhrif árvekniiðkunar.

Steve Jobs þakkaði kynnum sínum af Zen hugleiðslu iðkun það hve vel hann gat leitt áreiti í umhverfinu hjá sér þegar hann vann hjá Apple.  MBSR (mindfulness based stress reduction) 8 vikna námskeiðið “Að minnka streitu með vakandi huga”  er byggt á zen hugleiðslum.

searchinsideyourself

Síðast liðin ár hefur Google gefið starfsmönnum sínum kost á að læra árvekni/Mindfulness. Chade-Meng Tan sem skrifaði bókina Search Inside Yourself starfar hjá Google.  Hann bjó til 7 vikna árvekninámskeið þar sem áherslan er lögð á hugleiðslur og taugavísindi.  Nú eru um 500 manns á biðlista eftir að komast á námskeiðin.

Æfingin skapar meistarann!

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni, Streita, Vinnan and tagged , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.