Átt þú erfitt með að einbeita þér að einu verkefni þegar þú ert að vinna á tölvu?

Hver þekkir ekki þá staðreynd að ætla sér að einbeita sér að ákveðnu verki í vinnunni en áður en þú veist af ertu búin/nn að hoppa yfir á margar síður á netinu og kíkja áeitt og annað.  Stundum manstu jafnvel ekki lengur hvað það var sem þú ætlaðir þér alveg sérstakelga að klára þessar mínúturnar.

Meran Hill ákvað að einbeita sér aðeins að því að svara tölvupósti í 15 mínútur.  Hún var með upptöku í gangi á meðan til að geta á eftir skoðað hvernig 15 mínútunum var varið.  Þú getur skoðað hana í greininni.  Myndbandið er neðarlega í greininni og það er forvitnilegt að lesa hvað Ms Hill segir um sjálfa sig þegar hún er búin að skoða upptökuna.  Skiptar skoðanir eru á því hvort einbeiting fólks sé endilega minni þegar það “multi taskar” og ekki er vitað hvort eða hvernig heilinn í okkur breytist við slíka hegðun.  Flest eigum við það þó sameiginlegt að eiga þess kost að einbeita okkur þegar mikið liggur við

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni, Vinnan and tagged , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.