Átt þú möguleika á að taka þátt í heilsdagsiðkun í árvekni/mindfulness?

Picture-jan-til-juli-2011-330.jpg

Allir sem hafa lokið 8 vikna MBSR námskeiðinu “Að minnka streitu með vakandi huga” hjá Pálínu og Bryndísi geta fengið að taka þátt í heilsdagsiðkun gegn vægu gjaldi.  Hér gefst gott tækifæri til að iðka með öðrum sem er aldrei það sama og að iðka einn.  Heilsdagsiðkun kveikir áhugann hjá mörgum og eykur þátt árvekni og þar með aukin lífsgæði hjámörgum.

Ef þú hefur lokið námskeiðinu þá getur þú tekið þátt eins oft og þig langar til á meðan við höfum pláss.  Takmarkaður fjöldi þátttakenda er í hvert sinn.  Fyrstur kemur fyrstur fær er það sem gildir.

Hér á heimasíðunni munum við láta vita hvenær næsta tækifæri gefst til heilsdagsiðkunar.  Það kostar ekkert að gerast áskrifandi að síðunni og finnur þú glugga ofarlega á hægri spássíu þar sem þú getur sett inn netfangið þitt og valið síðan já takk takkann.  Í framhaldinu muntu fá póst sem þú þarft að staðfesta til að tilkynningar um nýjar færslur á síðunni fari að berast þér í pósthólfið.

Næsti heili dagur verður laugardaginn 23. mars í Reykjavík.  Skráning og frekari upplýsingar hjá palina@skreffyrirskref.is

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.