Heilarannsóknir á árvekni/mindfulness beinast nú einnig að auknum samskiptum heilasvæða

Í grein Carl Sherman “Meditation: Not longer such a ‘Black Box‘” kemur fram að nýlega hafi rannsóknum á virkni og breytingum í heila í tengslum við hugleiðslur aukist.  Á síðastliðnum 40 árum hafa rannsóknir á gagnsemi hugleiðsluiðkunar aðallega beinst að heilsutengdum þáttum bæði líkamlegum og andlegum en á síðastliðnum tíu árum hefur rannsóknum á hugleiðslum og áhrifum hennar á heilastarfsemi stöðugt fjölgað.

Mælingar á gráa efni heilans, heilaberkinum voru fyrstu viðfangsefnin í slíkum rannsóknum og hafa þær m.a. leitt í ljós breytingar á heilaberkinum eftirþátttöku á 8 vikna MBSR námskeiði.  Börkurinn varð þykkari, þéttari hjá þeim sem iðka árvekni/mindfulness hugleiðslur.  Aukningin varð á svæðum í heila og heilaberki sem tengjast námi, minni, tilfinningastjórn o.fl.  Gráa efni heilans rýrnar fyrr en það hvíta.  Þegar hvíta efni heilans byrjar að rýrna þá gerist það hraðar en með gráa efnið.  Samskiptahraði á milli heilasvæða tengist hvíta efni heilans.  Fyrir áhugasama þá fjallar Brynhildur Jónsdóttir betur um það á heimasíðunni heilahreysti.

Nú eru rannsakendur að skoða tengsl á milli heilasvæða.  Komið hefur í ljós hjá þeim sem hafa hugleitt í mörg ár að samskipti á milli heilasvæða eru meiri en hjá þeim sem hugleiða ekki.  Einnig kom í ljós aukning í gyrðisfellingum á sömu svæðum í heilanum og aukning á grá efni heilans varð.  Fylgni var á milli aukningar í gyrðisfellingum og fjölda ára sem viðkomandi hafði hugleitt.  Það skiptir því máli að halda iðkun áfram.

Árvekni hugleiðsur sem iðkaðar eru formlega eða óformlega helst daglega geta aukið jafnlyndi þitt, bætt minni, námsgetu og auðveldað þér að viðhalda heilbrigðum og virkum heila fram eftir aldri.  Í nýlegri rannsóknum er ekki einungis verið að skoða hvað er að gerast í heilanum á meðan hugleiðslan á sér stað heldur einnig þegar til lengri tíma er litið.  Samkvæmt grein Carl Sherman þá virðist iðkun hugleiðslunnar smitast inn í daglegt líf.  Hugur sem ráfaði mikið en var þjálfaður í að beina athygli aftur og aftur að ákveðnu marki t.d. öndun ráfar minna.  Í stað þess að fara í gegnum lífið með ráfandi huga þá breytast formerkin og það að veita athygli verður ráðandi í huga þess sem iðkar.

 

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Heilinn, Pistlar um árvekni. Bookmark the permalink.

One Response to Heilarannsóknir á árvekni/mindfulness beinast nú einnig að auknum samskiptum heilasvæða

  1. Pingback: Hugleiðsla og heilinn » Heilahreysti.isHeilahreysti.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.