María K Jónsdóttir taugasálfræðingur skrifar um hugleiðslu og heilann

Ég var að lesa áhugaverða bloggfærslu eftir Maríu K Jónsdóttur taugasálfræðing.  Þar kemur meðal annars fram að drekarnir (hægri og vinstri) í heilanum væru stærri í þeim sem stunda hugleiðslu heldur en í samanburðarhópnum sem ekki hugleiddi.  Drekinn (hippocampus) tengist námi og minni.

María bendir einnig á að í nýlegri rannsókn hafi komið fram breytingar í heila eftir aðeins 11 klukkustunda hugleiðsluþjálfun.  Samanburðarhópurinn í þeirri rannsókn stundaði slökun en sambærilegar breytingar á heilanum komu ekki fram hjá honum.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Heilinn, Pistlar um árvekni and tagged , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.