MBSR dregur úr einkennum kvíða og þunglyndis

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Vøllestada, Sivertsena og Nielsena frá 2011 þá dregur þátttaka í 8 vikna MBSR námskeiði talsvert úr einkennum kvíða og þunglyndis en minna úr áhyggjum.

Þátttakaendur sem luku námskeiðinu sýndu meðal til mjög miklar breytingar til batnaðar á einkennum kvíða og mjög miklar breytingar til batnaðar á einkennum þunglyndis.  Sex mánuðum eftir að námskeiði lauk voru mælingar endurteknar og kom þá í ljós að nánast engar breytingar höfðu átt sér stað. Niðurstöður á sumum kvörðum sýndu örlitla aukningu einkenna en aðrir örlitla minnkun.   Annað áhugavert sem kom í ljós var að svefnleysi minnkaði.

Hugræn atferlismeðferð, HAM er góður valkostur fyrir marga sem glíma við kvíða eða / og þunglyndi.  HAM skilar samt ekki öllum árangri frekar en aðrar meðferðir og gæti MBSR eða MBCT sem er árveknimiðuð hugræn atferlismeðferð.  Árangur af MBCT inngripi fyrir fólk með alvarlegt þunglyndi hefur verið rannsakað og skila niðurstöður afar góðum árangri sérstaklega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða fleiri þunglyndislotur.

 

Heimildir

Segal, Z.V., Williams, J.M.G. og Teasdale, J.D. (2002) Mindfulness-based cognitive therapy for depression: A new approach to preventing relapse. New York: Guilford Press.
Vøllestada, J., Sivertsena, B. og Nielsena, G.H. (2011) Mindfulness-based stress reduction for patients with anxiety disorders:Evaluation in a randomized controlled trial. Research and Therapy 49, 281-288.

 

 

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Kvíði, Pistlar um árvekni, Svefnvandamál, Þunglyndi and tagged , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.