Skólabörn sem tóku þátt í árvekniþjálfun í skólanum sýndu minni einkenni streitu, kvíða og þunglyndis eftir inngrip en líka 6 mánuðum síðar

Rúmlega 400 þátttakendur á aldrinum 13-20 ára úr nokkrum skólum tók þátt í rannsókn háskólans í Leuven íBelgíu.  Morning meditation in a class at school, Breisach am Rhein, GermanyÞetta er ein af fyrstu rannsóknunum þar sem áhrif árvekniþjálfunar á þunglyndi er skoðað hjá ungu fólki en sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á fullorðnum.

Niðurstöðru eru í samræmi við rannsóknir á fullorðnum.  Unga fólkið fyllti út kvarða sem metur þunglyndis-, kvíð- og streitueinkenni áður en inngrip hófst , eftir að þeim lauk og sex mánuðum síðar.  Þátttakendum var skipt í tvo hópa, A; þeir sem fóru í árvekniprógrammið en það innihélt að fylgjast af árvekni með öndun (mindful breathing), að skanna líkamann (bodyscan), að deila reynslu sinni af þessum æfingum, hvetjandi sögur, fræðsla um streitu, þunglyndi og sjálfsumhyggju.  Samanburðarhópur, B fékk engin inngrip.

Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur sem völdust í árvekniþjálfunarprógrammið sýndu ekki aðeins minni einkenni streitu, kvíða og þunglyndis strax eftir að inngripi lauk heldur ennþá sex mánuðum síðar.   Í upphafi voru 21% þátttakenda úr hópi A með þunglyndiseinkenni og 24% þátttakenda úr hópi B.  Eftir að inngripi lauk voru 15% þátttakenda úr hópi A með þunglyndiseinkenni en 27% úr hópi B.  Sex mánuðum eftir að inngripi lauk sýndu aðeins 16% þátttakenda úr hópi A þunglyndiseinkenni en 31% þátttakenda úr hópi B.  Þjálfunin fór fram í skólanum.

Ég hlakka til að sjá slík inngrip verða að veruleika hér á Íslandi.  Alltof mörg börn þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og því miður er það staðreynd að biðtími og kostnaður við inngrip fyrir þessi börn er allt of mikill.  Þetta væri því kærkomin viðbót og líkleg leið til að auka lífsgæði einhverja barna.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Kvíði, Pistlar um árvekni, Streita, Þunglyndi and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.