Starfið og streitan: Streitustjórnun með núvitund 6 vikna námskeið

Faglegt 6 vikna námskeið þar sem þátttakendur fá aðstoð við að takast á við vinnutengda streitu með aðferðum árvekni /gjörhygli/ mindfulness hefst mánudaginn 8. apríl klukkan 17:00
Þátttakendur fá fjölbreytta fræðslu um streituna, starfið og hvernig hægt er að minnka streitu með aðferðum árvekni / gjörhygli og annarra aðgerða.  Efnið sem kennt verður er sótt úr mörgum áttum sálfræðinnar, m.a. vinnusálfræði og heilsusálfræði.
542659_469718873077656_1263111617_nMarkmiðið með þessu námskeiði er ekki að koma í veg fyrir að fólk verði stressað, enda er það hvorki raunhæft né æskilegt, heldur að kenna aðferðir sem miða að því að minnka neikvæð áhrif streitunnar, átta sig á streituvöldum og gera fólki kleift að takast á við nýja hluti á árangursríkan hátt.
Áhersla er lögð á hagnýtar gagnreyndar aðferðir sem  auðvelt er að nýta í daglegu lífi.  Þátttakendur fá verkefni og upplýsingar á námskeiðinu til að vinna á milli tíma, en í hverjum tíma fyrir sig er farið yfir ný verkefni og þátttakendum veitt aðstoð við að ná tökum á efninu.
Þátttakendur mæta vikulega í sex vikur.  Námskeiðið verður haldið í Bolholti í Reykjavík á mánudögum og byrjar klukkan 17:30.
Kennarar námskeiðsins hafa fjölbreytta reynslu í námskeiðahaldi, fræðslu og ýmis konar inngripum og aðgerðum er varða einstaklinginn og vinnustaðinn.
Pálína lauk meistaraprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, þar sem áhersla var m.a. á vinnu og heilsusálfræði (BA verkefni um hreyfingu, námsárangur og streitu). Árið 2011 fór hún til Bandaríkjanna á kennaraþjálfunarnámskeið í “Practicum in Mindfulness”. Námskeiðið var haldið í miðstöð Jon Kabat-Zinn og félaga í University of Massachussets Medical School. Auk þess hefur hún lokið praktísku námi í Hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun Háskóla Íslands, ásamt fleiri styttri námskeiðum. Pálína hefur stundað hugleiðslur og slökun um áratugaskeið og haldið námskeið í MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction).
Ólafur Kári lauk meistaraprófi í Vinnusálfræði frá Háskólanum í Sheffield árið 2010. Árið 2012 lauk hann 8 vikna MBCT námskeiði fyrir fagfólk og hefur hagnýtt þá þekkingu og reynslu í starfi sínu síðan. Ólafur hefur haldið ýmis námskeið, haldið fjölmarga fyrirlestra og starfað náið með mörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum í lausn vinnustaðavandamála.
Verð 40 þúsund.
Innritun:  olafur.kari@internet.is, vinsamlegast gefið upp nafn og símanúmer
Símar: Ólafur Kári 8208760 og Pálína 8623661
Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness, Streita, Vinnan and tagged , , , , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.