Kynning á Árvekni/mindfulness í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Föstudaginn 22. mars var ég með um það bil klukkutíma kynningu á árvekni í áfanga 303 sálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð.  Lögð var áhersla á að kynna uppruna árvekni sem inngrip/námskeið eins og það var upphaflegt lagt fram af Jon Kabat-Zinn, MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) arvekni kynning framhaldsskolar

Í kynningunni var einnig fjallað um útbreiðslu árvekni MBCT (mindfulness based cognitive therapy) og MBCL (mindfulness based compassionate living).  Þar að auki var fjallað um meðferðir sem eru árveknimiðaðar eða með árvekniívafi og eru í boði meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Reykjalundi og á Hvítabandinu DAM (díalektísk atferlismeðferð).

Að lokum var aðeins farið í gagnsemi árvekniiðkunar fyrir námsmanninn og gerð stutt árvekniæfing.  Nemendur tóku vel á móti mér og fyrir mig var þetta góð reynsla í reynslubankann.

Ég þakka þeim, kennara þeirra Elvu Björk Ágústsdóttur og stjórnendum skólans fyrir tækifærið.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Kynningar, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness, Pistlar um árvekni and tagged , , , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

2 Responses to Kynning á Árvekni/mindfulness í Menntaskólanum við Hamrahlíð

  1. Elva Björk says:

    Takk kærlega fyrir frábæra fræðslu. Fræðslan var mjög gagnleg, ítarleg og í senn skemmtilegt. Áhugi nemenda á efninu jókst til muna!!! Takk enn og aftur fyrir okkur.
    Kveðja
    Elva Björk – sálfræðikennari í MH

  2. Pálína Erna Ásgeirsdóttir says:

    Þakka þér fyrir falleg orð Elva Björk, það var gaman að koma til ykkar og kynna MBSR og önnur “mindfulness” inngrip sem farið er að nota í meðferð á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.