Sérsniðin námskeið í árvekni / mindfulness fyrir einstaklinga, pör og hópa

Sumum hentar betur að nýta sér einkakennslu eða kennslu í þröngum kunnugum hóp.  Eftirfarandi úrræði er hugsað til að koma til móts við þann hóp einstaklinga.

Námskeiðin eru sérsniðin fyrir þátttakendur hverju sinni.  Grundvallaratriði í árvekniþjálfun er í þeim öllum en fræðsluþátturinn miðast við þarfir einstaklingsins eða hópsins.  Þau eru að lágmarki sex vikur en geta verið lengur eftir þörfum eða óskum hvers og eins.

Fyrirkomulag:

Mæting er einu sinni í viku í eina klukkustund fyrir 1-2 þátttakendur, tvær klukkustundir fyrir 3 til 5 þátttakendur.  Þátttakendur koma fyrst í einstaklingsviðtal þar sem línurnar fyrir námskeiðið eru lagðar.  Í framhaldi af því er farið yfir mikilvæg undirstöðuatriði í árvekni/mindfulness og þau æfð til að auka færni og skilning. Þátttakendur fá æfingar og efni til að vinna með heima.  Fræðsla á þessum námskeiðum er breytileg og fer alfarið eftir þörfum þátttakenda.  Mikilvægt er að reikna með að lágmarki 20 mínútum á dag í þjálfun.

Verð:

Verð fyrir sex vikna námskeið er:

Fyrir 1 – 2 þátttakendur,   90 þúsund samtals eða 45 til 90 þúsund á einstakling.             Fyrir 3 – 5 þátttakendur,  190 þúsund samtals eða 38 til 64 þúsund á einstakling.

Mörg stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í námskeiðum

Kennari:

Pálína ErnaPálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur sér alfarið um kennsluna.  Hún starfar sem sálfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi en starfar einnig á Sálfræðistofunni Klapparstíg 25-27.  Pálína Erna leiðbeindi starfsfólki geðsviðs í árvekni/mindfulness ásamt samstarfskonu sinni Helenu Bragadóttur hjúkrunarfræðing.  Þar að auki hefur hún kennt árvekni sem hluta af HAM – hópmeðferð á geðsviði Landspítalans.  Pálína Erna hefur bæði haldið kynningar á árvekni/Mindfulness fyrir félög og framhaldsskóla ásamt því að kenna Mindfulness Based Stress Reduction: MBSR námskeið Jon Kabat-Zinn “Að minnka streitu með vakandi huga” en næsta MBSR námskeið verður haldið 16. september

Allar nánari upplýsingar og bókanir á palina@skreffyrirskref.is eða í síma 862-3661

 

 

 

 

 

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Einstaklingsþjónusta meðferð/námskeið, Meðferð, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness and tagged , , , , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published.