Algengustu fylgiraskanir og algengi félagskvíðaröskunar

Örpistill númer 3

Fjórir af hverjum fimm fullorðnum sem eru með félagskvíðaröskun/félagsfælni sem aðalgreiningu munu í flestum tilvikum greinast með aðra geðröskun einhvern tímann á ævinni.   Algengustu fylgiraskanirnar eru aðrar kvíðaraskanir eða í allt að 70% tilvika.  Næst algengastar eru lyndisraskanir eða 65% og síðan reykingar og vímuefnavandi í 20-27% tilvika.

Algengt er að félagskvíðaröskun komi fyrr fram en fylgiraskanirnar.  Í 32% tilvika birtist hún á undan öðrum kvíðaröskunum og í 71-80% tilvika á undan lyndisröskunum t.d. þunglyndi eða geðhvarfaröskun og vímuefnavanda.  Fylgni hefur einnig komið fram með persónuleikaröskunum og er mesta fylgnin við forðunarpersónuleikaröskun  en 61% þeirra sem sækja meðferð við félagskvíðaröskun uppfylla einnig greiningarviðmið fyrir forðunarpersónuleikaröskun.   Menn greinir þó á um hvort félagskvíðaröskun og forðunarpersónuleikaröskun séu ein eða tvær raskanir.  Sumir vilja meina að forðunarpersónuleikaröskunin sé afleiðing eða þróun félagskvíðaröskunar.  En rannsóknir hafa leitt í ljós að einkenni forðunar-persónuleikaröskunnar minnka hjá þeim sem  fara í meðferð við félagskvíðaröskun.

Félagskvíðaröskun er algengasta kvíðaröskunin á eftir sértækri fælni.  Lífstíðaralgengi er um 12% á meðan algengi fyrir GAD (almenna kvíðaröskun er 6%, ofsakvíðaröskun 5%, áfalla- streituröskun 7% og áráttu-þráhyggjuröskun 2%.

Til samanburðar má nefna að félagskvíðaröskun er algengari en ýmsir sjálfsofnæmissjúkdómar samanlagt eins og  liðagigt(ulcerative colitis), rauðir úlfar (lupus) , Chrons, sykursýki I, MS, vanvirkur og ofvirkur skjaldkirtilssjúkdómur.

Félagskvíðaröskun er fjórða algengasta geðröskunin á eftir alvarlegu þunglyndi, áfengisvanda og sértækri fælni.   Hún er aðeins algengari hjá konum.  Konur og karlar eru jafnlíkleg til að leita sér aðstoðar til að takast á við vandann.

Næsti örpistill: Hvað er vitað um orsakir félagskvíðaröskunar

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með næstu örpistlum um félagskvíðaröskun þá geturðu skráð netfangið þitt í gluggann ofarlega til hægri á síðunni og ýtt á já takk hnappinn.  Þú munt fá póst sem þú þarft að bregðast við.  Næstu örpistlar munu síðan koma í póstinn til þín um leið og þeir birtast hér á skreffyrirskref.is

Aðallega byggt á eftirfarandi heimildum

American Autoimmune Related Diseases Association. The Cost Burden of
Autoimmune Disease: The Latest Front in the War on Healthcare Spending.
Eastpoint, MI: American Autoimmune Related Diseases Association (AARDA);
2011.[cited:Available from

Kessler RC, Berglund P, Demler O, Jin R, Merikangas KR, Walters EE. Lifetime
prevalence and age-of-onset distributions of DSM-IV disorders in the National
Comorbidity Survey Replication. Archives of General Psychiatry. 2005a;62:593-
602

Share
This entry was posted in Félagskvíðaröskun, Kvíði and tagged , , , , , , , , , , , , . Bookmark the permalink.