Hugmyndir um orsakir félagskvíðaröskunar

Örpistill númer 4

Engin ein einföld skýring er á orsök félagskvíðaröskunar heldur er hér um flókið sambil margra þátta að ræða.

Niðurstöður rannsókna hafa bent til að félagskvíðaröskun erfist að einhverju leyti. Félagskvíðaröskun er til dæmis algengari hjá þeim sem eiga ættingja með röskunina og á það sérstaklega við um almenna félagskvíðaröskun.  Það hefur einnig komið í ljós í tvíburarannsóknum en fylgnin er hærri hjá eineggja en tvíeggja tvíburum.  Erfðaþáttur er þó ekki talinn skýra meira en 25-50% þannig að umhverfisþættir hafa einnig áhrif á þróun röskunarinnar.

Atburðir sem valda álagi eða streitu eins og einelti í bernsku, andlegt eða líkamlegt ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlima eða annarra eru hluti frásagna þeirra sem greinast með röskunina.  En einnig sú reynsla að flytja erindi fyrir framan hóp af fólki og finna enga hugsun í kollinum bara tóm eða upplifa skömm eða niðurlægingu vegna þess.

Einnig hafa fundist tengsl við þróun röskunarinnar hjá einstaklingum sem eiga ofurverndandi foreldra eða foreldra sem sjálfir sýna ótta og forðunarhegðun í kvíðavaldandi aðstæðum.

Þegar virkni heilans er skoðuð á viðbrögðum við ógnum eða ótta kemur ólík örvun fram í ákveðnum heilasvæðum hjá þeim sem eru með röskunina, svæðum sem eiga hlutverki að gengna í stjórnun kvíða (amygdala, insula og dorsal anterior cingulate).

SSRIs (Selective Serotonin Reuptake Inhibitors),  SNRIs (Serotonin og Noradrenaline Reuptake Inhibitors) og MAOIs (Monoamine Oxidase Inhibitors) lyf hafa verið notuð við félagskvíða og gefur það til kynna að óregla í boðefnakerfum serótóníns og dópamíns í heilanum geti átt þátt í þróun röskunarinnar.

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með næstu örpistlum um félagskvíðaröskun þá geturðu skráð netfangið þitt í gluggann ofarlega til hægri á síðunni og ýtt á já takk hnappinn.  Þú munt fá póst sem þú þarft að bregðast við.  Næstu örpistlar munu síðan koma í póstinn til þín um leið og þeir birtast hér á skreffyrirskref.is

Síðasti örpistillinn um félagskvíðaröskun mun fjalla um úrræði

Helstu heimildir:

Erwin BA, Heimberg RG, Marx BP, Franklin ME. Traumatic and socially stressful life events among persons with social anxiety disorder. Journal of Anxiety Disorders. 2006;20:896-914.

Kendler KS, Karkowski LM, Prescott CA. Fears and phobias: reliability and heritability. Psychological Medicine. 1999;29:539-53.

Kendler KS, Neale MC, Kessler RC, Heath AC, Eaves LJ. The genetic epidemiology of phobias in women. The interrelationship of agoraphobia, social phobia, situational phobia, and simple phobia. Archives of General Psychiatry. 1992;49:273-81.

Lieb R, Wittchen HU, Hofler M, Fuetsch M, Stein MB, Merikangas KR. Parental psychopathology, parenting styles, and the risk of social phobia in offspring: a prospective-longitudinal community study. Archives of General Psychiatry. 2000;57:859-66.

Stein MB, Chartier MJ, Hazen AL, Kozak MV, Tancer ME, Lander S, et al. A direct-interview family study of generalized social phobia. The American Journal of Psychiatry. 1998a;155:90-7.

 

Share
This entry was posted in Félagskvíðaröskun, Kvíði and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.