Langar þig að prófa Mindfulness / árvekni-hugleiðslur

logo stor

MBSR námskeið Jon Kabat-Zinn hefur verið kennt í mörgum löndum síðan 1979.  Þúsundir einstaklinga hafa farið á kennarnámskeið í miðstöð hans í University Medical School of Massachusett og er Pálína Erna ein af þeim.

Heilsufarslegur ávinningur af þátttöku í 8 vikna MBSR námskeiði hefur verið metinn í tugum rannsókna síðastliðna þrjá áratugi.  Aukin lífsgæði og jákvæður árangur hefur sérstaklega komið fram í minnkun streitu, kvíða og þunglyndis en einnig hafa jákvæð áhrif komið í ljós í tengslum við ýmsa sjúkdóma sem streita hefur áhrif á.

Pálína Erna og Bryndís Hulda verða með kynningarfund á MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) námskeiðinu “Að minnka streitu með vakandi huga”  í Bolholti 4 á 4. hæð næstkomandi mánudag 30. september klukkan 17-18.  Aðgangseyrir 1000 kr (erum ekki með posa).

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Síðasta námskeiðið á þessu ári hefst í október

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Kvíði, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness, Streita, Þunglyndi and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.