Lög um réttindi sjúklinga og sjúkraskrá

Eins og fram kemur á vef Alþingis þá eru markmið laga um réttindi sjúklinga að tryggja þeim tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.

Lög um réttindi sjúklinga má lesa á vefnum althingi.is

Tilgangur laga um sjúkraskrá er að setja reglur um sjúkraskrár þannig að unnt sé að veita sjúklingum eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og kostur er á hverjum tíma og tryggja um leið vernd sjúkraskrárupplýsinga.
Lögin gilda um sjúkraskrár sem færðar eru þegar meðferð er veitt hér á landi.  Að svo miklu leyti sem ekki er mælt fyrir um á annan veg í lögum þessum gilda ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga um sjúkraskrárupplýsingar og meðferð þeirra.

Lög um sjúkraskrár 

 

 

 

Share
This entry was posted in Lög um réttindi sjúklinga, Uncategorized. Bookmark the permalink.