Er hugsanlegt að árvekniæfingar og jákvæður fókus geti breytt virkni í heilanum

RÚV sýndi 6. janúar vandaðan breskan heimildarþátt með Michael Mosley.

Í þættinum fáum við að fylgjast með þegar hann leitar að stað-festinugm á að með æfingum geti hann minnkað svartsýni og aukið gleði.

Hann komst einnig að því að fólk með jákvæð lífsviðhorf lifi lengur en fólk með neikvæð lífsviðhorf.

Michael Mosley forvitnaðist einnig um nýjustu kenningar um þróun persónuleika okkar og viðhorfa og hvort mögulegt er að breyta þeim.

Hann segist sjálfur hafa of miklar áhyggjur og eigi við svefnörðugleika að stríða.  Hann langi til þess að vera bjartsýnismaður.

Í þættinum fáum við að fylgjast með tveimur æfingum sem hann prófar.  Annars vegar að æfa sig í að taka eftir því sem er jákvætt en hann hefur sterkari tilhneigingu í að taka eftir því sem er neikvætt eða sem betur mætti fara og hins vegar að æfa árvekni (mindfulness meditation) þar sem hann fylgist með öndun.  Virkni í svæðum heilans er mæld í upphafi og síðan aftur undir lokin.  Ef þig langar til að taka eitthvað af svartsýni/bjartsýniprófum þá eru þau aðgengileg á ensku.

Þessi árvekniæfing sem Michael er að æfa daglega í 8 vikur á rætur sínar að rekja til búddískrar hugleiðslu og er ein aðalæfingin á MBSR námskeiðunum “Að minnka streitu með vakandi huga”  þetta er líka ein aðalæfingin hjá zen iðkendum.  Hún hljómar afar einföld en er ekki endilega auðveld eins og fram kemur í þættinum og til þess að hún hafi áhrif þá þarf að æfa hana reglulega.

Þáttinn er hægt að nálgast á ruv.is til 14. janúar en einnig á youtube

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Heilinn, Pistlar um árvekni, Streita, Svefnvandamál, Þunglyndi. Bookmark the permalink.