Á morgun 28. febrúar legg ég mitt af mörkum í Friðsæld í febrúar

Ef þú veist ekki nú þegar um hvað “Friðsæld í febrúar” sem Í boði náttúrunnar stendur fyrir snýst um þá er aðal málið að gera fólki kleift að kynnast ýmsum leiðum við að hugleiða.  Það sem þú þarft að leggja af mörkum er að mæta á þann eða þá viðburði sem þú hefur áhuga á.

Pálína Erna Ágeirsdóttir, sálfræðinguÁ morgun 28. febrúar 2014 mun ég leggja mitt framlag til þessa átaks.  Ég verð í húsnæði Lausnarinnar Síðumúla 13 í Reykjavík frá klukkan 17-19.  Þú þarft á skrá þig til þátttöku þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.

Ég byrjaði að hugleiða fyrir áratugum síðan þegar ég var í jóga.  Fyrst til að auka slökun og vellíðan. Fyrir 10 árum síðan kynntist ég zen hugleiðslu og stuttu síðan kynntist ég MBSR (mindfulness based stress reduction)núvitundar eða árveknihugleiðslum eins og höfundur MBSR Jon Kabat-Zinn kennir það.  Í dag eru þessi form hugleiðslu hluti af lífstíl mínum.

Ástæðan fyrir því að ég hef gert þetta að lífstíl mínum er almennt aukin vellíðan eins og jafnvægi, samkennd og minni streita en ég hef líka tekið eftir aukinni getu til að einbeita mér.  Þar að auki er ólíkt áhugaverðara að ferðast í gengum lífið með vakandi huga heldur en á sjálfstýringunni.  Í dag finnst mér jafn óhugsandi að ég hafi farið í gegnum hluta lífsins með “sofandi huga” eins og að ég hafi lifað það að ekkert internet eða þráðlausir símar hafi verið til.

Lífið er alltaf núna og í hverju augnabliki felst tækifæri.  Þegar ég er meðvituð um augnablikið sem ég er að lifa á meðan ég er að lifa það þá get ég gert eitthvað með það.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.