Heill iðkunardagur í 8 vikna MBSR í Kríunesi

Átta vikna vornámskeið í MBSR 2014 í Kríunesi

Átta vikna vornámskeið í MBSR 2014 í Kríunesi

Hluti af 8 vikna MBSR námskeiðinu “Að minnka streitu með vakandi huga” er heill dagur í iðkun.  Að þessu sinni var hann haldinn í Kríunesi.  Kríunes er einstaklega fallegur staður og yndislegu aðstaða til að æfa það sem nemendur hafa verið að læra undanfarnar vikur.

Dagurinn var bjartur og fallegur og breiddi fegurð náttúrunnar faðm sinn á móti okkur.  Sjö klukkustunda iðkunardagur leið fljótt að mati margra þátttakenda.  Ég þakka öllum þeim sem tóku þátt en mér finnst það forréttindi að fá tækifæri til að lifa                                                 slíkan dag af og til með áhugasömum samferðarmönnum.

Myndin var tekin í lok dags og eftirfarandi kom upp í huga mér við hádegisverðarborðið.

Í Kríunesi kátar konur
í kærleika iðkuðu núvitund
þær þögðu þar saman
og höfðu svo gaman
ég þakka þeim líðandi stund

(pea)

Ég er strax farin að hlakka til næsta heila dags.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.