Núvitundarnámskeið / Mindfulness 8 vikna MBSR hefst 29. september 2014

Næsta 8 vikna núvitundarnámskeið (mindfulness) MBSR “Að minnka streitu með vakandi huga (Mindfulness Based Stress Reduction) hefst mánudaginn 29. september 2014.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, sálfræðingur leiðbeinir á námskeiðinu. Hún hefur farið í  kennaraþjálfun hjá Jon Kabat-Zinn og félögum hans í Bandaríkjunum árin 2011, 2013 og 2014.  Pálína Erna er starfandi sálfræðingur á Geðdeild Landspítalans og á Sálfræðistofunni Klapparstíg 25-27 Reykjavík.

MBSR er 8 vikna námskeið Jon Kabat-Zinn.  Kabat-Zinn bjó þetta námskeið til 1979 fyrir fólk með verkjavanda.  Þúsundir manna og kvenna sem ýmist eru að takast á við verki, kvíða, þunglyndi, streitu ofl. hafa lokið því.  Árangur af þátttöku fólks í 8 vikna MBSR námskeiði hefur mikið verið rannsakaður og hafa niðurstöður bent til að einkenni streitu, kvíða, þunglyndis, verkja ofl. minnki.  

Umsagnir eldri nemenda.

Námskeiðið er í heildina 23 klukkustundir eða um 30 kennslustundir.  Þátttakendur mæta einu sinni í viku í 2 klukkustundir senn, þar að auki er einn heill iðkunardagur laugardaginn 8. nóvember frá 10 til 17 og er hádegisverður og kaffi á heila deginum innifalið í verði.

Skráning og frekari upplýsingar eru á heimasíðu Lausnarinnar 

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið. Bookmark the permalink.