Enn frekari staðfestingar á áhrifum á þátttöku í 8 vikna MBSR núvitundarnámskeiðinu

Í rannsókninni “Betri heili á 8 vikum” staðfesta niðurstöður að með þátttöku í 8 vikna MBSR núvitundarnámskeiðinu “Að minnka streitu með vakandi huga” þá verða breytingar á svæðum heilans sem tengjast m.a. minni, samkennd og streitu.

Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem staðfest er að gráa svæði heilans breytist og að þær breytingar séu líkleg skýring á þeirri auknu vellíðan sem þátttakendur lýsa.  Í fyrri rannsóknum hefur komið fram að virkni aukist á ákveðnum svæðum heilans en þá var verið að skoða heila hjá fólki sem er vant að hugleiða og aukning virkni var á svæðum sem tengjast athygli og tilfinningaviðbrögðum og ekki hægt að staðfesta að heilinn breytist heldur bara að virkni aukist.  En í þessari nýju rannsókn kemur þetta hins vegar fram, þrátt fyrir að þátttakendur væru bara að æfa sig í 27 mínútur á dag að meðaltali.

Með því að taka sér þennan tíma, setjast niður, ganga, skanna líkamann eða stunda yoga og beina athyglinni á sérstakan hátt að því sem er að gerast á meðan það er að gerast þá gætirðu haft jákvæð áhrif á heilann þinn sem síðan skilar þér auknum lífsgæðum í t.d.  minni streitu og kvíða bættu minni og betri einbeitingu.

 

Share
This entry was posted in Kvíði, Pistlar um árvekni, Streita. Bookmark the permalink.