Kvöldstund með Jon Kabat-Zinn þar sem hann talar um núvitund

IMG_0742Jon Kabat-Zinn talar um MBSR, núvitund, hamingju og sorg.  Hann leiðir áheyrendur í gegnum stuttar æfingar.  Kabat-Zinn talar einnig um rannsóknir Elisabeth Blackburn á litningaendum (telomeres) og áhrif streitu á þá og líf okkar.  Elisabeth Blackburn hélt einmitt fyrirlestur um þetta í Háskóla Íslands árið 2010.  Jon Kabat-Zinn deilir líka með áheryendum sínum niðurstöðum áhugaverða rannsókna á breytingum á virkni í framheilaberki hjá þeim sem tóku þátt í 8 vikna MBSR í samanburði við samanburðarhóp en í þeirri rannsókn var styrkur ónæmiskerfisins einnig metin og var áhugavert að hlusta á það.  Ég virkilega naut þess að eyða þessari stund í að hlusta á það sem hann deildi með áheyrendum ef til vill hefur þú einnig gaman af því.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Pistlar um árvekni. Bookmark the permalink.