Um MBSR 8 vikna núvitundarnámskeiðið

MBSR: Að minnka streitu með vakandi huga (Mindfulness Based Stress Reduction) er 8 IMG_0054vikna núvitundarnámskeið sem Jon Kabat-Zinn er höfundur að.  Hann bauð fyrst upp á það 1979 í University of Massachusset Medical School í Bandaríkjunum.  Námskeiðið var hugsað fyrir fólk með verkjavanda og vísuðu m.a. læknar skjólstæðingum sínum til hans.

Frumkvöðullinn einn af kennurum Pálínu, Jon Kabat-Zinn leggur mikla áherslu á að innihaldi námskeiðsins sé komið til skila á sérstakan hátt og fáum við kennaraefnin þjálfun í því, en nokkuð hefur borið á því að fólk sem ekki hefur hlotið til þess viðeigandi þjálfun bjóði engu að síður upp á MBSR námskeið sem uppfylla ekki þau viðmið sem höfundur þess hefur sett.  Kabat-Zinn hefur lagt á það áherslu að við bjóðum ekki upp á MBSR námskeið nema það sé það sem við ætlum að kenna heldur gefum núvitundarnámskeiðum okkar annað nafn, enda sé það ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem sækja námskeiðið að við köllum það MBSR en kennum síðan einhver afbrigði af því.  Mikil áhersla hefur verið lögð á rannsóknarstarf á 8 vikna MBSR námskeiðinu.  Ef þú slærð inn MBSR research á google scholar færðu upp u.þ.b 12600 rannsóknir

Námskeiðið samanstendur af vikulegum æfingum, fræðslu og heimavinnu.  Kjarni þess eru núvitundarhugleiðslur (mindfulness meditations), jóga eða meðvituð hreyfing, fræðsla um: hugleiðslurnar, streitu, streituvalda og áhrif þeirra á andlega og líkamlega heilsu.  Hver vika byggir á undanfarinni viku bæði hvað varðar fræðslu og æfingar.

Núvitundarhugleiðslur snúast um að beina athyglinni á sérstakan hátt, að lifa augnablikið með vakandi huga  á meðan það á sér stað án þess að dæma það sem er að gerast eða eins og Jon Kabat-Zinn segir  “paying attention in a particular way: on purpose, in the present moment, and nonjudgmentally”

1047958_476984175717868_1218465765_oPálína Erna sálfræðingur fór í kennarþjálfun í miðstöð Jon Kabat-Zinn í University og Massachusset Medical School og hefur lokið öllum þjálfunarnámskeiðunum ~ 245 klukkustunda þjálfun.  Hún hefur meðal annars verið í þjálfun hjá Jon Kabat-Zinn og Saki Santorelli en hann hefur lengst af þjálfað kennaraefni með Jon Kabat-Zinn.

1039883_476984472384505_1617050996_o

 

Fjöldi rannsókna hafa skoðað áhrif/árangur þátttakenda á 8 vikna MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) námskeiðum.  Helstu niðurstöður eru að streita minnkar en einnig einkenni kvíða, þunglyndis, ofnæmis o.f.l., bætt minni og betri einbeiting.  Ágæta samantekt á niðurstöðum þeirra má lesa hér .  Á Youtube er heilmikið efni um MBSR en hér er smábútur með Jon Kabat-Zinn

Pálína Erna sálfræðingur kennir 8 vikna núvitundarnámskeið Jon Kabat-Zinn, MBSR: Að minnka streitu með vakandi huga á Íslandi og hefur Bryndís Hulda aðstoðað við kennsluna en hún hefur fengið sína þjálfun hjá Pálínu.  Námsefni: texti og handleiðsla á hljóðfælum; hugleiðslur (stuttar og lengri), líkamsskönnun (body scan) og einfaldar yogaæfingar er aðgengilegt fyrir þátttakendur. Þátttakendur sem mæta á heila daginn og eru ekki fjarverandi í fleiri en þrjú skipti fá staðfestingarskjal í lok námskeiðis.  Verð 48 þúsund (ath ýmis stéttarfélög veita námskeiðastyrki)

Þátttakendur mæta einu sinni í viku í tvær til tvær og hálfa klukkustund.  Einnig mæta þátttakendur einn heilan dag (laugardag frá 9:30 til 17) og fá þá tækifæri til að æfa það sem þeir hafa lært.  Þátttakendur eru að mestu þöglir á þessum degi og æfa með vakandi huga sjálfskærleika (self compassion) og sjálfsumhyggju (self care) ásamt öllu öðru sem þeir hafa lært á námskeiðinu.

Þátttakendur eru hvattir til að vera virkir í að æfa sig heima, í vinnunni eða hvar sem er á milli þess sem hópurinn hittist vikulega.  Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að heimaiðkun sem er 20 mínútur að meðallagi getur skilað árangri, en gott er að reikna með 45 til 60 mínútum á dag í heimavinnu/æfingar. 

logo storNámskeiðið er fyrir þátttakendur 18 ára og eldri.  Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda póst á palina@skreffyrirskref.is

Margir hafa lokið námskeiðinu og gefið því umsögn.  Sumir þeirra hafa gefið leyfi sitt fyrir því að birta umsögn þeirra hér á heimsíðunni og þakka ég þeim það.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness, Pistlar um árvekni. Bookmark the permalink.