Umsagnir nemenda á 8 vikna núvitundarnámskeiðinu MBSR:Að minnka streitu með vakandi huga

Eftirfarandi nemendur sem lokið hafa 8 vikna núvitundarnámskeiðinu “MBSR:Að minnka streitu með vakandi huga” hafa veitt mér leyfi til að birta umsagnir sínar  hér á heimasíðunni og færi ég þeim þakkir fyrir það.

IMG_0517

Átta vikna haustnámskeið 2014 í MBSR, heill dagur á Hótel Natura Spa/Nauthólsvík

“Vel uppbyggt og samsett námskeið að mæta einu sinni í viku í 8 vikur tel ég vera góða leið til að hjálpa þátttakendum að ná tökum á núvitundaræfingum.  Í hverjum tíma var áhugavert innlegg til að minna mann á – hjálpa manni að takast á við og minnka streituna í daglega lífinu.  á námskeiðinu er einn heill dagur þar sem gerðar eru margs konar hugleiðslu “æfingar”.  Var það einstaklega vel heppnað og gerði sá dagur mikið fyrir mig.  Að læra núvitund og iðka hefur gert mjög mikið fyrir mig í að minnka streitu í hinu daglega lífi og mæli ég með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á slíku í sínu lífi.  Leiðbeinendurnir báðir einstaklega góðir í því sem þeir eru að gera”  Margrét Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur

“Mjög þakklát fyrir gott námskeið.  Mun sakna þess að mæta ekki á mánudögum og hugleiða í núinu með góðu fólki, tel mig þó hafa lært og fengið verkfæri til að vinna með áfram “með vakandi huga”.  skipulagið til fyrirmyndar, ró og næði til að hugsa um og hlusta á reynslu fólks og faglega þekkingu leiðbeinenda, yndislegra kvenna”  Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir, háskólakennari.

“Ég er mjög ánægð með að hafa tekið ákvörðun um að fara á námskeið hjá Pálínu.  Eftir 8 vikna námskeið í núvitund hefur mér tekist að átta mig betur á hugsun minni til sjálfrar mín og annarra.  Mér finnst ég betur í stakk búin til að takast á við streituvaldandi aðstæður bæði í daglegu amstri og í vinnu.  Núvitund verður hluti af lífi manns.  Maður nýtur þess betur að vera til og njóta þess sem maður hefur í lífinu hvort sem það er í samskiptum við aðra eða með manni sjálfri í hvaða aðstæðum sem er”  Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir, ljósmóðir

“Námskeiðið reyndist mér mjög gagnlegt, þær systur komu með ráð og fróðleik sem nýttist mér.  En fyrst og fremst finnst mér snúast um iðkun, til að þetta virki þá verður maður að stunda íhugun en best er þó að hægt er að gera ýmsar æfingar í erli dagsins svokallaðar óformlegar æfingar.  ég vona sannarlega að ég eigi eftir að vera dugleg að stunda íhugun og líkamsskönnun því fylgifiskurinn er aukin vellíðan og líkama og sál”  Hrund Jónsdóttir

“Að ná árangri svo fljótt og sú vellíðan sem ég upplifði kom mér í opna skjöldu.  Takk fyrir mig.”  Helga Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

“Þetta var gott námskeið.  ekki veitir af að minna sig á að staldra við og líta inn á við.  sömuleiðis skoða streituvaldana í lífinu.  við eigum að njóta augnabliksins á meðan það er ekki horfa alltaf til baka eða á það sem er ókomið í framtíðinni.  Þetta námskeið Mindfulness hefur hjálpað mér núna í ýmsum málum.  Ég þakka fyrir mig”  Ólöf Guðmundsdóttir, vinnur við umönnun

Átta vikna vornámskeið í MBSR, heill iðkunardagur 2014 í Kríunesi

“Ég lærði mjög mikið á námskeiðinu um streitu og hvernig hún hefur áhrif á líkamlega verki, hugann og hjartað.  Ég er öruggari með hugleiðslur og almennt styrkir þetta við andlega lífs-iðkun.   Leiðbeinendur voru skýrir, komu efninu og gátu svarað spurningum á góðan hátt.  Ég mæli eindregið með námskeiðinu fyrir alla sem vilja læra betur á hugann og tengsl hans við almenna líðan og streituvaldandi þætti daglegs lífs.  Takk fyrir mig”.  Helga R. Mogesen, skartgripahönnuður – BA háskólanám

Átta vikna vornámskeið í MBSR 2014 í Kríunesi

Átta vikna vornámskeið í MBSR 2014 í Kríunesi

 

“Frábært námskeið sem allir hefðu gott af.  Mér gengur betur að staldra við og vera í núinu og njóta líðandi stundar.  Er líka orðin meðvitaðri um streituvalda í mínu lífi sem er mjög mikilvægt, þar sem streita hefur örugglega miklu meiri áhrif á líf og heilsu en maður gerir sér grein fyrir.  Er farin að vera oftar til staðar – ekki bara á staðnum sem er dýrmæt gjöf fyrir mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Takk fyrir mig”.  Berglind Heiða Árnadóttir, flugmaður”

Að læra að staldra við og hlusta á andardráttinn, að vera meðvitaður um sjálfan sig og umhverfið sitt er dýrmæt gjöf sem gefur manni tækifæri til að ná valdi á sjálfum sér og minnka streituvaldana í lífinu.  Pálína og Bryndís eru fallegar sálir sem gott er að hlusta á og eru einstaklega fagmannlegar”.  Þórdís Karelsdóttir, stuðningsfulltrúi

“Námskeiðið hefur veitt mér betri innsýn í eigið líf og streituvaldana í lífi mínu.  Það gaf mér tæki til að takast betur á við stress/streitu.  Ég er meðvitaðri um eigin líðan bæði líkamlega og andlega.  Fannst þessar átta vikur mjög fljótar að líða og væri alveg til í framhaldsnámskeið”.  Bjarnhildur Ólafsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi

1401491_548378345245117_665568158_o” Stendur algjörlega undir nafni.  Eftir þessar 8 vikur finn ég meiri frið og minni varnarviðbrögð við umhverfinu.  Meðvitaðri um alla mína hegðun.  Er ánægðari og hlæ meira”.  Lilja Ásgeirsdóttir

 

“Mjög gagnlegt og gott námskeið.  Opnar augun fyrir ýmsum hjálparleiðum sem hægt er að nota,svo sem sitjandi slökun í 20 mínútur.  Að skanna líkamann í 20 eða 40 mínútur.  Að takast á við verkefni með vakandi huga.  Mjög hjálplegt til að komast hjá streitu, gagnlegt til að taka eftir og muna það sem fer fram.  Góð leið til að vera í núinu.   Námskeiðið er mjög vel kennt.  Langur laugardagur í þögn og án augnsambands var mjög fróðleg upplifun, kenndi manni hversu mikilvægt er að vera í núinu og að hlúa að innri kjarna til að mæta ýmsu áreiti í daglega lífinu.  Tel þetta námskeið gera mann að sterkari og sjálfsöruggari manneskju.  Takk fyrir mig ”  Dagný S. Finnsdóttir, sjúkraliði.

 

 

Picture-jan-til-juli-2011-330.jpg

“Ég er mjög ánægð með námskeiðið og tel það eiga erindi til allra.  Það var mjög vel skipulagt.  Pálína og Bryndís skiluðu sínu framlagi mjög vel – með faglegri framsetningu og um leið nærandi og skemmtilegri.  Það er gott í erli dagsins að gefa sér tíma til að verja stund með sjálfum sér og einbeita sér að mættinum í núinu.    Langi dagurinn var eftirminnanlegastur, hreint út sagt frábær og gott að vera í þögninni, æfingarnar mjög fínar sér í lagi gangandi hugleiðslan í Laugardalnum.  Þetta er einstök leið til að kynnast sjálfum sér og um leið að losa sig við streituna. ” Anna Þ. Gísladóttir, verkfræðingur

“Mér hefur fundist mjög gott að koma hingað, búið að vera fastur punktur í lífi mínu núna þennan tíma.  Það sem ég finn greinilega mun á er gagnvart umhyggju fyrir sjálfri mér og þörfum mínum.  Það finnst mér æðislegt þar sem ég hef lítið hugsað í þá átt og þær eru yndislegar og kærleiksríkar systurnar sem hafa stutt okkur hér”   Ásdís Þorsteinsdóttir

“Ég er búin að læra leiðir til að slaka á, einnig tek ég eftir hvaða hugsanir eru að trufla mig.  Lærði líka að taka eftir hljóðum í umhverfinu án þess að þurfa að bregðast við þeim.  Ég hefði aldrei trúað því hversu margar hugsanir fara í gegnum kollinn á mér á mínútu.  Ég er farin að staldra við og taka eftir líkamlegum viðbrögðum streitu.  Hefði alls ekki viljað missa af þessu námskeiði, stórkostleg tæki til að kynnast mér”.  Lára Sif Lárusdóttir, áfengis og vímuefnaráðgjafi

“Pálína og Bryndís vinna vel saman og hafa smitandi áhuga á vakandi athygli (mindfulness)” Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sálfræðingur

 

 

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.