Umsagnir þátttakenda á núvitundarnámskeiði fyrir vinnustaði

Eftirfarandi þátttakendur á tveimur hálfsdagnúvitundarnámskeiðum byggðum á MBSR: Að minnka streitu með vakandi huga fyrir vinnustaði, hafa veitt mér heimild til að birta umsögn sína hér á heimasíðunni og þakka ég þeim kærlega fyrir það.

ad staldra vid

“Námskeiðið var haldið hjá fyrirtækinu eftir ábendingu fagaðila.  Höfum gengið í gegnum miklar breytingar sem hafa haft áhrif á líðan starfsfólks og sér í lagi lykilaðila.  námskeiðin stóðust fyllilega væntingar og áhrif þeirra strax ljós.  Mæli eindregið með núvitundarnámskeiðunum fyrir vinnustaði á tímum breytinga og álags”.  Hannes A Hannesson, framkvæmdastjóri

“Kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt það er að komast úr stressinu sem fylgir vinnunni og slappa algerlega af.  Held að þetta gæti hjálpað til í framhaldinu að hugsa um hvað það er sem skiptir máli í lífinu, ekki láta stressið sem fylgir hinu daglega lífi ná tökum á sér. Mín orð verða “Ég lifi””.  Dagný Ragnarsdóttir, deildarstjóri

“Augu mín og hugur opnuðust og lærði ég hluti og æfingar sem eiga eftir að nýtast mér í vinnunni sem og heima fyrir.  Einstaklega áhugavert námskeið og margt sem ég ætla að tileinka mér í framhaldinu.  Takk Pálína”.  Þórunn A Þórisdóttir, sölufulltrúi

“Mjög áhugavert námskeið, margt gagnlegt á því og á ég eftir að nota margt úr því sem hentar mér bæði í starfi og heima”. Íris Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi

“Fínt námskeið sem kennir helstu grunntök í slökun.  Gott að fá kynningu á hugleiðslu”.  Felix Sigurðsson, framleiðslustjóri og rafvirki

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.