Skráning er hafin á næsta núvitundarnámskeið MBSR

logo storSkráning er hafin á næsta 8 vikna gagnreynda núvitundarnámskeiðið MBSR. Námskeiðið byrjar mánudaginn 6. Júní og lýkur 25. júlí,  þar að auki verður heill æfingadagur laugardaginn 16. júlí (9:30-17:00).  Námskeiðið verður frá 16:30-19:00 í Núvitundarsetrinu Lágmúla 5 á 4. hæð.

Þátttökugjald er 58 þúsund, allt innifalið líka matur og kaffi á laugardeginum. Skráning  á palina@skreffyrirskref.is  Athugið að flest stéttarfélög styrkja félaga sína til að sækja námskeið.

Mindfulness-Based Stress Reducation (MBSR) eða “Að minnka streitu með vakandi huga” er fyrsta núvitundarnámskeiðið sem var þróað á Vesturlöndum, þar sem austræn viska og vestræn vísindi fléttast saman. Árið 1979 þróaði Jon-Kabat Zinn námskeiðið fyrir sjúklinga með langvarandi veikindi, bæði líkamleg og andleg. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum leiðir til að auka vitund um og vinna markvisst með streitu, verki og veikindi  sem og kröfur og erfiðleika sem fylgja daglegu lífi.

Það má segja að öll núvitundarnámskeið sem hafa verið þróuð síðar byggi á MBSR að miklu leyti.

MBSR hefur verið mikið rannsakað síðastliðna áratugi og niðurstöður þeirra rannsókna hafa sýnt fram á að það gagnast fyrir eftirfarandi erfiðleika/veikindi:

  • Streitu
  • Verki
  • Kvíðaraskanir
  • Þunglyndi
  • Hjartasjúkdóma
  • Vefjagigt
  • Sóríasis
  • Krabbamein
  • MS sjúkdóminn

Markmið námskeiðsins er að þjálfa vakandi huga og auka meðvitund um það sem er að gerast á meðan það er að gerast án þess að dæma það.  Þjálfa sig í að bregðast við aðstæðum af yfirvegun í stað þess að bregðast við af gömlum vana og breyta ógagnlegri heilsutengdri hegðun í gagnlega hegðun.

Þetta er aðallega reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni.  Námskeiðið samanstendur m.a. af hugleiðsluæfingum: að skanna líkamann (body scan), sitjandi hugleiðsluæfingar (sitting meditations), gangandi hugleiðsla og jógaæfingar/meðvituð hreyfing. Einnig eru æfingar til að auka skilning og færni í mannlegum samskiptum og að skilja og vinna með streitu.

Nánari upplýsingar um námskeiðið, þjálfun Pálínu og umsagnir eldri þátttakenda eru á heimasíðunni. Skráning á palina@skreffyrirskref.is og palina@nuvitundarsetrid.is

Share

 

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Einkatímar og námskeið, Einstaklingsþjónusta meðferð/námskeið, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness. Bookmark the permalink.