Skráning er hafin á 8 vikna núvitundarnámskeiðið MBSR “Að minnka streitu með vakandi huga”

   Skráning er hafin á 8 vikna gagnreynda núvitundarnámskeiðið MBSR.  Námskeiðið byrjar mánudaginn 25. September og verður frá 16:30-19:00 í Núvitundarsetrinu Lágmúla 5 á 4. hæð.

Þátttökugjald er 58 þúsund, allt innifalið líka matur og kaffi á laugardeginum. Skráning á palina@skreffyrirskref.is Athugið að flest stéttarfélög styrkja félaga sína til að sækja námskeið.

Mindfulness-Based Stress Reducation (MBSR) eða “Að minnka streitu með vakandi huga” hefur verið mikið rannsakað síðastliðna áratugi og niðurstöður þeirra rannsókna hafa leitt í ljós að einkenni minnka hjá mörgum þátttakendum sem eru að glíma við:

Streitu
Verki
Kvíða
Þunglyndi ofl
Markmið námskeiðsins er að þjálfa vakandi huga og auka meðvitund um það sem er að gerast á meðan það er að gerast án þess að dæma það. Þjálfa sig í að bregðast við aðstæðum af yfirvegun í stað þess að bregðast við af gömlum vana og breyta ógagnlegri heilsutengdri hegðun í gagnlegri hegðun.

Þetta er aðallega reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni. Námskeiðið samanstendur m.a. af hugleiðsluæfingum: að skanna líkamann (body scan), sitjandi hugleiðsluæfingar (sitting meditations), gangandi hugleiðsla og meðvitaðri hreyfingu. Einnig eru æfingar til að auka skilning og færni í mannlegum samskiptum og að skilja og vinna með streitu.

Nánari upplýsingar um námskeiðið, þjálfun Pálínu og umsagnir eldri þátttakenda eru á heimasíðunni. Skráning fer fram þannig að þú sendir upplýsingar um fullt nafn, kennitölu og símanúmer á palina@skreffyrirskref.is eða palina@nuvitundarsetrid.is krafa verður síðan stofnuð i einkabanka. Þegar þú hefur greitt hana eða samið um greiðslu þá hefurðu tryggt þér þátttöku.

Athugið að eftir áramótin verður bara boðið upp á eitt MBSR námskeið þar sem kennari minn Jon Kabat-Zinn er væntanlegur til Īslands ī maí.

Share

Share
This entry was posted in Árvekni/Mindfulness, Námskeið í árvekni/núvitund/mindfulness, Streita. Bookmark the permalink.